|
Sálmarnir, Chapter 67
1. Til söngstjórans. Með strengjaleik. Sálmur. Ljóð.
2. Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor, [Sela]
3. svo að þekkja megi veg þinn á jörðunni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða.
4. Lýðirnir skulu lofa þig, ó Guð, þig skulu gjörvallir lýðir lofa.
5. Gleðjast og fagna skulu þjóðirnar, því að þú dæmir lýðina réttvíslega og leiðir þjóðirnar á jörðunni. [Sela]
6. Lýðirnir skulu lofa þig, ó Guð, þig skulu gjörvallir lýðir lofa.
7. Jörðin hefir gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessar oss.
8. Guð blessi oss, svo að öll endimörk jarðar megi óttast hann.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|