Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 73

Bible Study - Sálmarnir 73 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Asafs-sálmur. Vissulega er Guð góður við Ísrael, við þá sem hjartahreinir eru.
  
2. Nærri lá, að fætur mínir hrösuðu, lítið vantaði á, að ég skriðnaði í skrefi,
  
3. því að ég fylltist gremju út af hinum hrokafullu, þegar ég sá gengi hinna guðlausu.
  
4. Þeir hafa engar hörmungar að bera, líkami þeirra er heill og hraustur.
  
5. Þeim mætir engin mæða sem öðrum mönnum, og þeir verða eigi fyrir neinum áföllum eins og aðrir menn.
  
6. Fyrir því er hrokinn hálsfesti þeirra, þeir eru sveipaðir ofríki eins og yfirhöfn.
  
7. Frá mörhjarta kemur misgjörð þeirra, girndir þeirra ganga fram úr öllu hófi.
  
8. Þeir spotta og tala af illsku, mæla kúgunarorð í mikilmennsku sinni.
  
9. Með munni sínum snerta þeir himininn, en tunga þeirra er tíðförul um jörðina.
  
10. Fyrir því aðhyllist lýðurinn þá og teygar gnóttir vatns.
  
11. Þeir segja: 'Hvernig ætti Guð að vita og Hinn hæsti að hafa nokkra þekkingu?'
  
12. Sjá, þessir menn eru guðlausir, og þó lifa þeir ætíð áhyggjulausir og auka efni sín.
  
13. Vissulega hefi ég til ónýtis haldið hjarta mínu hreinu og þvegið hendur mínar í sakleysi,
  
14. ég þjáist allan daginn, og á hverjum morgni bíður mín hirting.
  
15. Ef ég hefði haft í hyggju að tala þannig, sjá, þá hefði ég brugðið trúnaði við kyn barna þinna.
  
16. En ég hugsaði um, hvernig ég ætti að skilja það, það var erfitt í augum mínum,
  
17. uns ég kom inn í helgidóma Guðs og skildi afdrif þeirra:
  
18. Vissulega setur þú þá á sleipa jörð, þú lætur þá falla í rústir.
  
19. Sviplega verða þeir að auðn, líða undir lok, tortímdir af skelfingum.
  
20. Eins og draum er maður vaknar, þannig fyrirlítur þú, Drottinn, mynd þeirra, er þú ríst á fætur.
  
21. Þegar beiskja var í hjarta mínu og kvölin nísti hug minn,
  
22. þá var ég fáráðlingur og vissi ekkert, var sem skynlaus skepna gagnvart þér.
  
23. En ég er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína.
  
24. Þú munt leiða mig eftir ályktun þinni, og síðan munt þú taka við mér í dýrð.
  
25. Hvern á ég annars að á himnum? Og hafi ég þig, hirði ég eigi um neitt á jörðu.
  
26. Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð.
  
27. Því sjá, þeir sem fjarlægjast þig, farast, þú afmáir alla þá, sem eru þér ótrúir.
  
28. En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég hefi gjört Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þínum.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES