Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 88

Bible Study - Sálmarnir 88 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Ljóð. Kóraíta-sálmur. Til söngstjórans. Syngist með Makalat-lagi. Hemans-maskíl Esraíta.
  
2. Drottinn, Guð minn, ég kalla um daga, um nætur hrópa ég frammi fyrir þér.
  
3. Lát bæn mína koma fyrir þig, hneig eyra að hrópi mínu,
  
4. því að sál mín er mett orðin af böli, og líf mitt nálægist Hel.
  
5. Ég er talinn með þeim, sem gengnir eru til grafar, ég er sem magnþrota maður.
  
6. Mér er fenginn bústaður með framliðnum, eins og vegnum mönnum, er liggja í gröfinni, er þú minnist eigi framar, því að þeir eru hrifnir burt úr hendi þinni.
  
7. Þú hefir lagt mig í gryfju undirheima, í myrkrið niðri í djúpinu.
  
8. Reiði þín hvílir á mér, og alla boða þína hefir þú látið skella á mér. [Sela]
  
9. Þú hefir fjarlægt frá mér kunningja mína, gjört mig að andstyggð í augum þeirra. Ég er byrgður inni og kemst ekki út,
  
10. augu mín eru döpruð af eymd. Ég ákalla þig, Drottinn, dag hvern, breiði út hendurnar í móti þér.
  
11. Gjörir þú furðuverk vegna framliðinna, eða munu hinir dauðu rísa upp til þess að lofa þig? [Sela]
  
12. Er sagt frá miskunn þinni í gröfinni, frá trúfesti þinni í undirdjúpunum?
  
13. Eru furðuverk þín kunngjörð í myrkrinu eða réttlæti þitt í landi gleymskunnar?
  
14. En ég hrópa til þín, Drottinn, og á morgnana kemur bæn mín fyrir þig.
  
15. Hví útskúfar þú, Drottinn, sálu minni, hylur auglit þitt fyrir mér?
  
16. Ég er hrjáður og aðþrengdur frá æsku, ég ber skelfingar þínar og er ráðþrota.
  
17. Reiðiblossar þínir ganga yfir mig, ógnir þínar eyða mér.
  
18. Þær umkringja mig eins og vötn allan liðlangan daginn, lykja um mig allar saman.
  
19. Þú hefir fjarlægt frá mér ástvini og félaga og gjört myrkrið að kunningja mínum.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES