Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 92

Bible Study - Sálmarnir 92 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,
  
2. að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur
  
3. á tístrengjað hljóðfæri og hörpu með strengjaleik gígjunnar.
  
4. Þú hefir glatt mig, Drottinn, með dáð þinni, yfir handaverkum þínum fagna ég.
  
5. Hversu mikil eru verk þín, Drottinn, harla djúpar hugsanir þínar.
  
6. Fíflið eitt skilur eigi, og fáráðlingurinn einn skynjar eigi þetta.
  
7. Þegar óguðlegir greru sem gras og allir illgjörðamennirnir blómguðust, þá var það til þess að þeir skyldu afmáðir verða að eilífu,
  
8. en þú sem ert á hæðum, ert til að eilífu, Drottinn.
  
9. Því sjá, óvinir þínir, Drottinn, því sjá, óvinir þínir farast, allir illgjörðamennirnir tvístrast.
  
10. En mig lætur þú bera hornið hátt eins og vísundinn, mig hressir þú með ferskri olíu.
  
11. Auga mitt lítur með gleði á fjandmenn mína, eyra mitt heyrir með gleði um níðingana, er rísa gegn mér.
  
12. Hinir réttlátu gróa sem pálminn, vaxa sem sedrustréð á Líbanon.
  
13. Þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, gróa í forgörðum Guðs vors.
  
14. Jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt, þeir eru safamiklir og grænir.
  
15. Þeir kunngjöra, að Drottinn er réttlátur, klettur minn, sem ekkert ranglæti er hjá.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES