Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 95

Bible Study - Sálmarnir 95 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Komið, fögnum fyrir Drottni, látum gleðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors.
  
2. Komum með lofsöng fyrir auglit hans, syngjum gleðiljóð fyrir honum.
  
3. Því að Drottinn er mikill Guð og mikill konungur yfir öllum guðum.
  
4. Í hans hendi eru jarðardjúpin, og fjallatindarnir heyra honum til.
  
5. Hans er hafið, hann hefir skapað það, og hendur hans mynduðu þurrlendið.
  
6. Komið, föllum fram og krjúpum niður, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum,
  
7. því að hann er vor Guð, og vér erum gæslulýður hans og hjörð sú, er hann leiðir. Ó að þér í dag vilduð heyra raust hans!
  
8. Herðið eigi hjörtu yðar eins og hjá Meríba, eins og daginn við Massa í eyðimörkinni,
  
9. þegar feður yðar freistuðu mín, reyndu mig, þótt þeir sæju verk mín.
  
10. Í fjörutíu ár hafði ég viðbjóð á þessari kynslóð, og ég sagði: 'Þeir eru andlega villtur lýður og þekkja ekki vegu mína.'
  
11. Þess vegna sór ég í reiði minni: 'Þeir skulu eigi ganga inn til hvíldar minnar.'


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES